Um okkur
Dýraspítalinn Glæsibæ er til húsa að Glæsibæ, Skagafirði. Nánar tiltekið í Staðarhreppi hinum forna. Dýraspítalinn er til húsa í byggingu sem upphaflega var byggð sem hlaða árið 1976, en hefur nú verið umbreytt í dýraspítala. Breytingar á húsnæðinu fóru fram í áföngum og segja má að þær hafist í kringum 2009 og lokið 2021. Í dag samanstendur spítalinn af móttöku fyrir smádýr og stórgripi, skurðstofu fyrir smærri dýr og önnur skurðstofa fyrir hross. Einnig er aðstaða til innlagnar dýra. Dýraspítalinn Glæsibæ kappkostar að veita fjölbreytta og faglega þjónustu og býr yfir nútímalegum tækjabúnaði. Starfstöð frá Dýraspítalanum er starfrækt á Blönduósi.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |